Jafnlaunastefna
![](/library/Myndir/Merki-KSi/DSC00070.jpg?proc=04b2e745-3cd2-11e8-941b-005056bc0bdb)
Jafnlaunastefna KSÍ 2023-2026
![](/library/contentfiles/Jafnlauna-stadfesting@4x%20-%20Copy%20(1)%20-%20Copy%20(1)%20-%20Copy%20(1).png)
Jafnlaunastefnan var samþykkt af stjórn KSÍ þann 11. september 2023 og veitti Jafnréttisstofa KSÍ jafnlaunastaðfestingu 26. september 2023 (gildir til september 2026).
Jafnlaunastefna KSÍ kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja konum og körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismun (6. gr. laga nr. 150/2020).
KSÍ framfylgir jafnlaunastefnu sinni með eftirfarandi aðgerðum:
- innleiðing á verklagi til að öðlast jafnlaunastaðfestingu
- Öðlast jafnlaunastaðfestingu í samræmi við 8. gr. laga nr. 150/2020.
- Framkvæmir árlega launagreiningu og kynnir niðurstöðurnar fyrir starfsfólki.
- Bregst við með úrbótum og eftirliti.
- Árlegri rýni stjórnenda þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram.
- Jafnlaunastefnan er kynnt starfsfólki.
- Jafnlaunastefnan er aðgengileg almenningi á ytri vef fyrirtækisins.
- Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu og framgangi jafnlaunastefnunnar.
Í jafnréttisáætlun KSÍ er farið nánar yfir markmið, aðgerðir, ábyrgð og tímaramma á þeim þáttum sem falla undir jafnlaunastefnuna.