Heiðursviðurkenningar

Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir þau heiðursmerki sem KSÍ afhendir við sérstök tilefni, í samræmi við reglugerð um veitingu landsliðs- og heiðursviðurkenninga.  

Þar sem heimildir um eldri viðurkenningar geta verið óljósar eru allar ábendingar vel þegnar. Ef upplýsingarnar í nafnalista hér að neðan eru ekki réttar eða ef einhver nöfn vantar, þá hafið endilega samband.

Heiðursviðurkenningar- Listi yfir nöfn viðtakenda og viðurkenningu


Nýliðamerki

Nýliðamerki á hvítum grunni með rauðum stöfum skal sæma þá leikmenn, sem leika í fyrsta sinn með landsliði Íslands í milliríkjaleikjum, þó ekki A-landsliði.  


Landsliðsmerki

Landsliðsmerki á gylltum grunni með bláum bókstöfum skal sæma þá leikmenn sem leika í fyrsta sinn í A-landsliði Íslands í milliríkjaleikjum. 


Sambandsmerki

Sambandsmerki á hvítum grunni með bláum bókstöfum skal sæma þá sem leika gegn íslenska landsliðinu í milliríkjaleikjum, erlenda knattspyrnuleiðtoga, einnig íslenska menn, sem unnið hafa að vexti og viðgangi knattspyrnuíþróttarinnar.         


Heiðursmerki úr silfri 

Heiðursmerki þetta veitist þeim sem unnið hafa vel og dyggilega að eflingu knattspyrnuíþróttarinnar í áratug eða lengur.


Heiðursmerki úr gulli

Heiðursmerki þetta veitist aðeins þeim, sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni langvarandi og þýðingarmikil störf.  


Heiðurskross úr gulli

Heiðurskross þessi, sem er æðsta heiðursmerki KSÍ, veitist aðeins undir alveg sérstökum kringumstæðum þeim, sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn.  Heiðurskrossi skal einnig fylgja sérstakt heiðursskjal.

Þar sem heimildir um eldri viðurkenningar geta verið óljósar eru allar ábendingar vel þegnar. Ef upplýsingarnar hér að neðan eru ekki réttar eða ef einhver nöfn vantar, þá hafið endilega samband.

Nafn Félag Ár Tilefni Merki
Arnold Hansen, form. B-36 Færeyjum Færeyjar 1965 Silfur
Axel Flour Noregur 1959 Gull
Bangerter, framkv.stjóri UEFA UEFA 1978 Gull
D. Follows England 1971 Gull
David Moyes Skotland 1978 Gull
Dr. Franki, formaður UEFA UEFA 1978 Gull
Dr. J. Havelange, forseti FIFA FIFA 1975 Gull
Ebbe Swartz, form. DBU Danmörk 1959 Gull
Edward Yde, formaður SBU 1959 Gull
Einar Jörum, formaður NFF Noregur 1970 Gull
Fritz Bucholh Þýskaland 1979 Gull
Georg Kirby England 1989 Gull
Gunnar Lange 1967 Gull
J. Traynar, varaform. írska sambandsins Írland 1965 Silfur
J. Wickham, ritari írska sambandsins Írland 1965 Silfur
Knud Hallberg, form. Bagsværd 1962 Silfur
Murdo Mc Dougall Skotland 1979 Gull
Nicoloai Johansen. framkv.stj. NFF Noregur 1970 Gull
Pele Brasilía 1991 Gull
Sir Stanley Rous England 1967 20 ára afmæli KSÍ Gull
Tony Knapp, þjálfari KSÍ KSÍ 1977 Gull
Vilhelm Skousen, form. DBU Danmörk 1972 Gull
Youri Sedof, þjálfari KSÍ 1982 Silfur