Heiðursviðurkenningar
Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir þau heiðursmerki sem KSÍ afhendir við sérstök tilefni, í samræmi við reglugerð um veitingu landsliðs- og heiðursviðurkenninga.
Þar sem heimildir um eldri viðurkenningar geta verið óljósar eru allar ábendingar vel þegnar. Ef upplýsingarnar í nafnalista hér að neðan eru ekki réttar eða ef einhver nöfn vantar, þá hafið endilega samband.
Heiðursviðurkenningar- Listi yfir nöfn viðtakenda og viðurkenningu
Landsliðsmerki
Landsliðsmerkið á gylltum grunni með bláum bókstöfum skal sæma þá leikmennsem leika í fyrsta landsleik Íslands í milliríkjaleikjum - 18 ára og eldri.
Heiðursmerki úr silfri
Heiðursmerki þetta veitist þeim sem unnið hafa vel og dyggilega að eflingu knattspyrnuíþróttarinnar í áratug eða lengur.
Heiðursmerki úr gulli
Heiðursmerki þetta veitist aðeins þeim, sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni langvarandi og þýðingarmikil störf.
Heiðurskross úr gulli
Heiðurskross þessi, sem er æðsta heiðursmerki KSÍ, veitist aðeins undir alveg sérstökum kringumstæðum þeim, sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn. Heiðurskrossi skal einnig fylgja sérstakt heiðursskjal. Þau sem hljóta heiðursviðurkenningarKnattspyrnusambands Íslands, skulu ein hafa rétt til þess að bera þær og er þeim ekki heimilt að látaþær af hendi.
Þar sem heimildir um eldri viðurkenningar geta verið óljósar eru allar ábendingar vel þegnar.