Fréttaskrif og jafnrétti

Í tengslum við jafnréttisstefnu sína hefur KSÍ hefur sett upp jafnréttisverklag varðandi myndaval, fréttaskrif og almenna birtingu efnis á miðlum KSÍ. Verklaginu er lýst hér að neðan og er það hluti af samskiptastefnu KSÍ og heildarverklagi fyrir miðla KSÍ (vef KSÍ og samfélagsmiðla) og annað útgefið efni.

Myndaval:

Myndaval með tiltekinni grein ætti að endurspegla efni greinarinnar. Til dæmis þegar fjallað er um kvennalið þá ætti myndin að tengjast viðkomandi kvennaliði, eða þegar fjallað er um kvennaknattspyrnu, þá ætti myndaval að endurspegla það. Hafa þarf í huga við myndaval með almennum greinum / fréttum þar sem fjallað er um viðfangsefnið án kyngreiningar að birta til jafns myndir af körlum og konum / strákum og stelpum eins og mögulegt er. Til dæmis þegar fjallað er um knattspyrnu í tilteknu félagi í greinum / fréttum, að birtar séu myndir af konum og körlum til jafns.

Greinar/fréttir:

Gæta þarf þess að í umfjöllun (í fyrirsögn og/eða efni greinar) fram komi með skýrum og skilmerkilegum hætti hvaða félagslið og hvaða mót (innlent jafnt sem erlent) sé fjallað um með tilliti til þess hvort um sé að ræða mót karla eða kvenna. Til dæmis þegar fjallað er um efstu deild kvenna eða efstu deild karla, að ekki sé ritað „efsta deild“ þegar fjallað er um karladeildina, en „efsta deild kvenna“ þegar fjallað er um kvennadeildina, eða að ekki sé ritað „landsliðið“ þegar fjallað er um A landslið karla, en „kvennalandsliðið“ þegar fjallað er um A landslið kvenna.