• þri. 29. apr. 2025
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

Dregið í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna

Dregið verður í 16-liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 12:00 miðvikudaginn 30. apríl. 2. umferð mótsins var spiluð um helgina og á mánudag. 

Að venju verður það mótastjóri KSÍ, Birkir Sveinsson, sem stýrir drættinum, en honum til aðstoðar að þessu sinni verður Þorsteinn Halldórsson þjálfari A landsliðs kvenna. 

 

Mjólkurbikar kvenna

 

16-liða úrslitin verða leikin 12. og 13. maí og eru eftirfarandi lið í pottinum:

  • Breiðablik
  • FH
  • FHL
  • Fram 
  • Fylkir
  • Grindavík/Njarðvík
  • HK
  • ÍBV
  • KR
  • Stjarnan 
  • Þór/KA
  • Þróttur R.
  • Tindastóll
  • Valur
  • Víkingur R.
  • Völsungur