U16 kvenna mætir Slóvakíu á þriðjudag
U16 kvenna hefur leik á UEFA Development Tournament á þriðjudag þegar liðið mætir Slóvakíu.
Leikurinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.
Mótið er leikið í Eistlandi og Ísland mætir þar Slóvakíu, Eistlandi og Kosóvó.