Þóroddur og Vilhjálmur Alvar á VAR ráðstefnu UEFA í Lisabon
Dagana 23 og 24.apríl sátu Þóroddur Hjaltalín og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson VAR ráðstefnu hjá UEFA.
Ráðstefnuna sátu aðildarþjóðir UEFA og var tilgangur hennar að bera saman VAR milli landa og ná betri samræmingu í notkun VAR - dómgæslu.
Einnig var farið yfir hvernig best er að útskýra VAR - dómgæslu fyrir öllum þátttakendum fótboltans s.s. leikmönnum, þjálfurum, fjölmiðlafólki og stuðningsmönnum. Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Portúgals, André Martins, fyrrverandi landsliðsmaður Portúgal, og Stephanie Frappart, FIFA dómari flutta ásamt öðrum erindi á ráðstefnunni.