• lau. 19. apr. 2025
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

Dregið í 16-liða úrslitin á þriðjudag

Keppni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla lauk um helgina.  Dregið verður í 16-liða úrslit í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu á þriðjudag. 

Að venju verður það mótastjóri KSÍ, Birkir Sveinsson, sem stýrir drættinum, en honum til aðstoðar að þessu sinni verða Ólafur Ásgeirsson og Starkaður Pétursson, leikarar úr sýningunni Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem sýnd er í Borgarleikhúsinu. 

Sýningin er að sögn þeirra félaga sérstaklega langlíf og hefur verið sýnd á þremur leikárum, og þess má geta að hún uppfærist í takt við breytingar í knattspyrnuheiminum.  Við þetta má bæta að Ólafur er KR-ingur og Starkaður er Valsari og lið þeirra beggja verða í pottinum þegar dregið verður.

Mjólkurbikar karla

16-liða úrslitin verða leikin 14. og 15. maí og þetta er liðin sem verða í pottinum:

  • Afturelding
  • Breiðablik
  • Fram
  • ÍA
  • ÍBV
  • KA
  • Kári
  • Keflavík
  • KR
  • Selfoss
  • Stjarnan
  • Valur
  • Vestri
  • Víkingur Ó.
  • Þór
  • Þróttur R.