• fös. 11. apr. 2025
  • Mótamál
  • Besta deildin

Spá fulltrúa félaga í Bestu deild kvenna um lokastöðu liða

Á kynningarfundi ÍTF fyrir Bestu deild kvenna, sem haldinn var í höfuðstöðvum Deloitte í dag, föstudag, var kynnt spá fulltrúa félaganna í deildinni um lokastöðu liða. Það eru fyrirliðar, þjálfarar og formenn liðanna í deildinni sem spá. Ef spá þeirra gengur eftir mun Breiðablik standa uppi sem Íslandsmeistari í haust, og samkvæmt sömu spá verður það hlutskipti Fram og FHL að falla í Lengjudeild.

Spá fulltrúa félaganna um lokastöðu Bestu deildar kvenna 2025:

  1. Breiðablik
  2. Valur
  3. Þróttur Reykjavík
  4. Þór/KA
  5. Víkingur
  6. Stjarnan
  7. FH
  8. Tindastóll
  9. Fram
  10. FHL

Við sama tækifæri var kynnt niðurstaða úr spurningalista sem var lagður fyrir leikmenn liða í deildinni.

Hvaða leikmaður verður bestur?
Samantha Smith í Breiðablik

Hvaða leikmaður verður markahæstur?
Sandra María Jessen - Þór

Erfiðasti andstæðingurinn í deildinni?
Samantha Smith - Breiðablik og Katie Cousins - Þrótt

Hvaða völl er skemmtilegast að heimsækja?
Kaplakrika

Hvaða völl er erfiðast að heimsækja?
Kópavogsvölur

Hvaða lið mun koma mest á óvart?
Fram

Viltu fá VAR í Bestu deildina?
74% svöruðu játandi
26% svöruðu neitandi

Hver er besti leikmaður í sögu efstu deildar?
1. Margrét Lára Viðarsdóttir. 2. Olga Færseth.