Jafntefli gegn Sviss
A kvenna gerði 3-3 jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni.
Sviss komst yfir strax á 2. mínútu leiksins og bætti svo við marki á 17. mínútu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir minnkaði muninn með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks þegar hún setti boltann í netið beint úr aukaspyrnu. Staðan 1-2 fyrir Sviss í hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði ekki vel fyrir íslenska liðið þar sem Sviss komst aftur í tveggja marka forystu strax í upphafi hans. Karólína Lea minnkaði muninn strax þremur mínútum síðar. Hún var svo aftur á ferðinni tíu mínútum seinna þegar hún fullkomnaði þrennuna. Ekki voru fleiri mörk skoruð þrátt fyrir mikla pressu íslenska liðsins og 3-3 jafntefli staðreynd.
Næsti leikur liðsins er gegn Noregi 30. maí á Lerkendal Stadion í Þrándheimi.