Dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla
Á mánudag var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Að vanda var það Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ sem stýrði drættinum. Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og Arnar Gunnlaugsson þjálfari A landsliðs karla voru til aðstoðar.
Þess má geta að Bikarkeppni meistaraflokks karla er 65 ára á þessu ári. Sjö leikjum 2. umferðar keppninnar er ólokið, en leikirnir í 32-liða úrslitum fara fram dagana 17.-19. apríl.
Svona líta viðureignirnar í 32-liða úrslitum út:
Afturelding - Höttur/Huginn
Kári - Fylkir
Keflavík - Leiknir R.
Víkingur Ó. eða Smári - Úlfarnir
ÍBV - Víkingur R.
Grótta eða Víðir - ÍA
ÍH eða Selfoss - Haukar
Vestri - HK
KA - KFA
Grindavík - Valur
KR - KÁ
Breiðablik - RB eða Fjölnir
Stjarnan - Njarðvík eða BF108
Þór - Augnablik eða ÍR
Tindastóll eða Völsungur - Þróttur R.
Fram - FH