U19 kvenna mætir Slóveníu á þriðjudag
U19 kvenna mætir Slóveníu á þriðjudag í síðasta leik sínum í seinni umferð undankeppni EM 2025.
Leikurinn hefst kl. 15:00 og verður í beinni útsending á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.
Ísland á ekki möguleika á að komast í lokakeppnina. Neðsta lið riðilsins fellur niður í B deild undankeppninnar fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2026. Bæði Slóvenía og Ísland eru án stiga, en Ísland þó með betri markatölu.