U19 kvenna - Tap gegn Portúgal
U19 lið kvenna tapaði 0-2 gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins í seinni umferð undankeppni EM 2025.
Portúgal komst yfir rétt fyrir hálfleik og tryggði sér svo 0-2 sigurinn með öðru marki á 58. mínútu.
Íslenska liðið mætir næst Noregi á laugardag og Slóveníu á þriðjudag. Leikirnir eru í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.