• fim. 03. apr. 2025
  • Ársþing
  • Stjórn

49. þing UEFA í Belgrad

Í vikunni fer fram 49. þing Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) og er þingið að þessu sinni haldið í Belgrad í Serbíu.  Á þingum UEFA koma allar 55 aðildarþjóðirnar saman.  Fyrsta UEFA þingið var haldið í Vín, Austurríki í mars 1955, einu ári eftir að Knattspyrnusamband Evrópu var stofnað. 

Fulltrúar KSÍ á þinginu í Belgrad eru Þorvaldur Örlygsson formaður, Ingi Sigurðsson varaformaður og Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á þinginu í gegnum  miðla UEFA.