Spá fulltrúa félaga í Bestu deild karla um lokastöðu liða
Á kynningarfundi ÍTF fyrir Bestu deild karla, sem haldinn var í höfuðstöðvum Deloitte í dag, miðvikudag, var kynnt spá fulltrúa félaganna í deildinni um lokastöðu liða. Það eru fyrirliðar, þjálfarar og formenn liðanna í deildinni sem spá. Ef spá þeirra gengur eftir munu Víkingar standa uppi sem Íslandsmeistarar í haust, og samkvæmt sömu spá verður það hlutskipti Vestra og ÍBV að falla í Lengjudeild.
Spá fulltrúa félaganna um lokastöðu Bestu deildar karla 2025:
- Víkingur
- Breiðablik
- Valur
- KR
- Stjarnan
- ÍA
- FH
- KA
- Fram
- Afturelding
- Vestri
- ÍBV
Við sama tækifæri var kynnt niðurstaða úr spurningalista sem var lagður fyrir leikmenn í deildinni.
Hvaða leikmaður verður bestur í Bestu deildinni 2025?
Gylfi Þór Sigurðsson - Víkingur R.
Hvaða leikmaður verður markahæsti maður mótsins?
Patrick Pedersen - Valur
Erfiðasti andstæðingurinn í deildinni?
Gylfi Þór Sigurðsson - Valur
Hvaða völl er skemmtilegast að heimsækja?
1. Kaplakrikavöllur
2. Kópavogsvöllur
Hvaða völl er erfiðast að heimsækja?
1. Víkingsvöllur
2. Kópavogsvöllur
Hvaða lið mun koma mest á óvart?
Afturelding
Viltu fá VAR í Bestu deildina?
70% segja já
30% segja nei
Hver er besti leikmaður í sögu efstu deildar?
Óskar Örn Hauksson