• mið. 02. apr. 2025
  • Mótamál
  • Besta deildin

Spá fulltrúa félaga í Bestu deild karla um lokastöðu liða

Á kynningarfundi ÍTF fyrir Bestu deild karla, sem haldinn var í höfuðstöðvum Deloitte í dag, miðvikudag, var kynnt spá fulltrúa félaganna í deildinni um lokastöðu liða.  Það eru fyrirliðar, þjálfarar og formenn liðanna í deildinni sem spá.  Ef spá þeirra gengur eftir munu Víkingar standa uppi sem Íslandsmeistarar í haust, og samkvæmt sömu spá verður það hlutskipti Vestra og ÍBV að falla í Lengjudeild.

Spá fulltrúa félaganna um lokastöðu Bestu deildar karla 2025:

  1. Víkingur
  2. Breiðablik
  3. Valur
  4. KR
  5. Stjarnan
  6. ÍA
  7. FH
  8. KA
  9. Fram
  10. Afturelding
  11. Vestri
  12. ÍBV

Við sama tækifæri var kynnt niðurstaða úr spurningalista sem var lagður fyrir leikmenn í deildinni.

Hvaða leikmaður verður bestur í Bestu deildinni 2025?
Gylfi Þór Sigurðsson - Víkingur R.

Hvaða leikmaður verður markahæsti maður mótsins?

Patrick Pedersen - Valur

Erfiðasti andstæðingurinn í deildinni?
Gylfi Þór Sigurðsson - Valur

Hvaða völl er skemmtilegast að heimsækja?
1. Kaplakrikavöllur
2. Kópavogsvöllur

Hvaða völl er erfiðast að heimsækja?
1. Víkingsvöllur
2. Kópavogsvöllur

Hvaða lið mun koma mest á óvart?
Afturelding

Viltu fá VAR í Bestu deildina?
70% segja já
30% segja nei

Hver er besti leikmaður í sögu efstu deildar?
Óskar Örn Hauksson