Nordic Football Research Conference 2025
KSÍ vekur athygli á veglegri ráðstefnu sem fram fer í Háskóla Reykjavíkur 21.-22. maí næstkomandi. Á ráðstefnunni, sem ber nafnið Nordic Football Research Conference 2025 og er samstarfsverkefni KSÍ, HR og knattspyrnusambanda Norðurlandanna, koma saman sérfræðingar á sviði þjálfunar, frammistöðu, greininga og sálfræði fyrir knattspyrnu. Markmiðið er að hjálpa knattspyrnusamböndum, félögum og þjálfurum að ná árangri á vellinum með hagnýtingu þessara fræða.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu má finna hér - The Nordic Football Research Conference 2025 | Háskólinn í Reykjavík
Einnig er hægt að skoða viðburðinn á Facebook.
Þjálfarar með UEFA/KSÍ þjálfararéttindi fá 15 endurmenntunarstig fyrir að sitja ráðstefnuna. Samkvæmt reglum UEFA um þjálfaramenntun þá þurfa þjálfarar að sækja 15 endurmenntunarstig yfir þriggja ára tímabil, til að endurnýja þjálfararéttindi.