U19 kvenna mætir Portúgal á miðvikudag
U19 kvenna hefur leik á miðvikudag í seinni umferð undankeppni EM 2025.
Ísland mætir þá Portúgal og hefst leikurinn kl. 16:30 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá leiknum á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.
Ísland mætir svo Noregi á laugardag og Slóveníu á þriðjudag. Þeir leikir verða einnig í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.