• þri. 01. apr. 2025
  • Ársþing

22% þingfulltrúa konur

Stjórn KSÍ hefur undanfarin ár hvatt aðildarfélög sérstaklega til að huga að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum fyrir ársþing KSÍ.  Á ársþingi KSÍ 2025 sem fram fór á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík þann 22. febrúar voru konur 22% þingfulltrúa.

Í ársskýrslu KSÍ sem gefin var út fyrir ársþing KSÍ árið 2024 var stiklað á stóru um samfélagsmál og jafnréttismál, m.a. kynjahlutfall á ársþingum KSÍ. Kynjaskipting fulltrúa félaganna á ársþingum KSÍ hefur breyst verulega frá árinu 2019, þegar aðeins 1% þingfulltrúa voru konur (9 af 147), og var hlutfallið komið í 28% á ársþinginu 2023 en féll í 17% á þinginu 2024 og var nú 22% eins og kemur fram hér að ofan.

Ár  Fjöldi 
2019  1% (9 konur af 147)
2020 13%
2021  Rafrænt þing, 16%, Aukaþing 22%
2022 20%
2023 28%
2024 17% (24 konur af 145)
2025 22% (28 konur af 128) 

Ársþingsvefur