• mán. 31. mar. 2025
  • Mótamál
  • Lengjubikarinn

Breiðablik Lengjubikarmeistari kvenna

Breiðablik er Lengjubikarmeistari kvenna 2025.

Breiðablik og Þór/KA mættust í úrslitaleik keppninnar á föstudag. Breiðablik hafði unnið 2-1 sigur gegn Val í undanúrslitum og Þór/KA vann Stjörnuna í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma.

Breiðablik komst yfir strax á 3. mínútu leiksins og var svo 2-0 yfir í hálfleik. Þór/KA minnkaði muninn í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks en Breiðablik bætti svo við tveimur mörkum og 4-1 sigur staðreynd.

Til hamingju Breiðablik!