Meistarakeppni karla á sunnudag
Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Bikarmeisturum KA í Meistarakeppni karla á Kópavogsvelli sunnudaginn 30. mars klukkan 16:15.
Í Meistarakeppni karla er keppt um Sigurðarbikarinn sem gefinn var af KR til minningar um Sigurð Halldórsson.
Miðasala fer fram á stubb.is og kostar miðinn 2000 kr. Leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á RÚV.