Breiðablik og Þór/KA mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna
Breiðablik og Þór/KA leika til úrslita í Lengjubikar kvenna.
Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli föstudaginn 28. mars kl. 18:00.
Breiðablik tryggði sér sæti í úrslitum með 2-1 sigri á Val en Þór/KA hafði betur gegn Stjörnunni í vítaspyrnukeppni.
Úr reglugerð mótsins:
Sé jafnt eftir venjulegan leiktíma skal fara fram vítaspyrnukeppni til að ákvarða sigurvegara.
Leikurinn er í beinni sendingu á Stöð 2 Sport
Mótið á vef KSÍ