Valur Lengjubikarmeistari Karla 2025
Valur er Lengjubikarmeistari karla 2025 eftir sigur á Fylki í úrslitaleiks mótsins sem fram fór á Wurth vellinum.
Fylkir komust snemma í 2-0 með mörkum frá Guðmundi Tyrfingssyni og Benedikt Daríus Garðarssyni en það dugði ekki þar sem Valur minnkaði muninn á 23. mínútu þegar Orri Hrafn Kjartansson skoraði fyrsta mark Vals. Patrick Pedersen og Sigurður Egill Lárusson innsigluðu svo 2-3 sigur Vals með mörkum á 82. og 83. mínútu.
Valur tryggði sér sætið í úrslitum með sigri á ÍR í vítaspyrnukeppni en Fylkir hafði betur gegn KR 2-1.
Það var því Valur sem lyfti fyrsta titli ársins. Til hamingju Valur.