Umboðsmannapróf FIFA 2025
FIFA birti fyrr í þessum mánuði upplýsingar um uppfærða framkvæmd á umboðsmannaprófi FIFA. Skráningarskylda helst óbreytt og aðilar þurfa enn að standast sérstakt umboðsmannapróf. Sú breyting hefur orðið að prófið verður haldið einu sinni á ári. Skráning fyrir árið 2025 er hafin og rennur út 17. apríl næstkomandi. Prófið verður haldið 18. júní og skráning fer fram í gegnum vef FIFA: FIFA Agent Platform
Sú breyting hefur orðið á framkvæmd prófsins að KSÍ mun ekki hafa umsjón með prófinu heldur aðeins sjá um að staðfesta þátttöku þeirra sem sækja um að taka prófið. Af þeim sökum mun KSÍ ekki innheimta próftökugjald eins og áður. Allar frekari upplýsingar um umboðsmannaprófið, prófreglur og lesefni fyrir prófið má finna á vefsvæði FIFA.
GIT > How to become a FIFA licenced football agent - EN
Tengiliður hjá KSÍ vegna skráningar umboðsmanna og töku umboðsmannaprófs er Fannar Helgi Rúnarsson (fannar@ksi.is).