• þri. 25. mar. 2025
  • Landslið
  • U21 karla

U21 lið karla með afgerandi sigur gegn Skotlandi

U21 lið karla vann afgerandi 6-1 sigur á Skotalndi í æfingaleik sem fram fór á Pinatar Arena.

Benoný Breki Andrésson skoraði tvö mörk, bæði á 25. mínútu og á þeirri 45. Eggert Aron Guðmundsson skoraði á 40. mínútu, Haukur Andri Haraldsson á þeirri 58. Hilmir Rafn Mikaelsson bætti við fimmta markinu á 78. mínútu og það var svo Jóhannes Kristinn Bjarnason sem innsiglaði 6-1 sigur Íslands á 83. mínútu.

Liðið hafði einnig betur gegn Ungverjalandi föstudaginn 21. mars en sá leikur fór 3-0 fyrir Íslandi.