• mán. 24. mar. 2025
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla mætir Skotlandi

U21 lið karla mætir Skotlandi þriðjudaginn 25. mars klukkan 13:00 í æfingaleik. Leikurinn fer fram á Pinatar Arena á Spáni.

Liðið mætti Ungverjalandi í æfingaleik síðasta föstudag þar sem Ísland hafði betur 3-0.

Ísland og Skotland hafa mæst 11 sinnum í þessum aldursflokki. Af þeim viðureignum hefur Ísland sigrað fimm sinnum, Skotland fjórum sinnum og hafa tvær viðureignir endað með jafntefli.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.