• sun. 23. mar. 2025
  • Hæfileikamótun

Hæfileikamótun að morgni í miðri viku síðan 2019

Hæfileikamót stúlkna verður 26. - 28. mars næstkomandi í Miðgarði í Garðabæ milli klukkan 9 og 14 og Hæfileikamót drengja verður 31. mars - 2. apríl á sama stað, einnig milli kl. 9 og 14. Ástæður þess að KSÍ er á með þessar æfingar á virkum dögum á þessum tímasetningum er einfaldlega sú að KSÍ fær ekki aðstöðu fyrir þessa starfsemi um helgar eða eftir hádegi á virkum dögum. Félögin hefja sínar æfingar milli 14 og 15 á virkum dögum og helgarnar eru gríðarlega þétt setnar undir æfingar og leiki félaganna.

Frá þeim tíma sem KSÍ fór af stað með þetta fyrirkomulag á árinu 2019, að æfa á virkum dögum milli 9 og 14, þá hefur þetta gengið ótrúlega vel og örfáar athugasemdir borist til KSÍ.  Til gamans þá er vert að minnast á það að önnur sérsambönd horfa til KSÍ hvað þetta varðar og stefna a.m.k. sum hver að því að vinna sambærileg verkefni á þeirra vegum með sama hætti og KSÍ.

Hæfileikamótun N1 og KSÍ