• fös. 21. mar. 2025
  • U21 karla
  • Landslið

U21 karla - Sigur gegn Ungverjalandi

U21 lið karla vann góðan 3-0 sigur á Ungverjalandi í æfingaleik sem fram fór á Pinatar Arena á Spáni.

Hilmir Rafn Mikalesson skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu en Ungverjar skoruðu sjálfsmark rétt fyrir leikhlé. Það var svo Hinrik Harðarson sem innsiglaði 3-0 sigur Íslands.

Liðið mætir næst Skotlandi þriðjudaginn 25. mars klukkan 13:00 á Pinatar Arena.