U19 karla mætir Austurríki á laugardag
U19 karla mætir Austurríki á laugardag í öðrum leik sínum í milliriðlum undankeppni EM 2025.
Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður hægt að horfa á hann í beinni útsendingu á Youtube á vegum ungverska knattspyrnusambandsins.
Ísland tapaði fyrsta leik sínum í riðlinum gegn Danmörku 0-2 á meðan Austurríki vann 3-1 sigur gegn Ungverjalandi.