• mið. 19. mar. 2025
  • Landslið
  • U17 karla

U17 karla - jafntefli gegn Póllandi

U17 lið karla gerði 1-1 jafntefli við Pólland í fyrsta leik liðsins í seinni umferð undankeppni EM 2025.

Pólland komst yfir á 29. mínútu en það var Tómas Óli Kristjánsson sem skoraði mark Íslands og jafnaði metin á 90. mínútu.

Ísland mætir Belgíu laugardaginn 22. mars klukkan 13:00 og Írlandi þriðjudaginn 25. mars klukkan 13:00.

Það lið sem endar í efsta sæti riðilsins fer áfram í lokakeppnina sem haldin verður í Albaníu. Neðsta lið riðilsins fellur í B deild undankeppninnar fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2026.

Mótið á vef KSÍ