• þri. 18. mar. 2025
  • Landslið
  • U19 karla

U19 karla mætir Danmörku á miðvikudag

U19 karla hefur leik á miðvikudag í milliriðlum undankeppni EM 2025.

Ísland mætir þá Danmörku og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Í riðlinum eru einnig Ungverjar og Austurríki, en riðillinn er leikinn í Ungverjalandi.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Youtube á vegum ungverska knattspyrnusambandsins.

Bein útsending

Ísland mætir svo Austurríki á laugardag og Ungverjalandi á þriðjudag. Það lið sem endar í efsta sæti riðilsins fer áfram í lokakeppni EM 2025 sem haldin verður í Rúmeníu 13.-26. júní.