• þri. 18. mar. 2025
  • Landslið
  • U17 karla

U17 lið karla mætir Póllandi á miðvikudag

U17 lið karla mætir Póllandi í fyrsta leik liðsins í seinni umferð undankeppni EM 2025 miðvikudaginn 19. mars klukkan 13:00. Riðillinn fer fram í Póllandi og er fyrsti leikur íslenska liðsins spilaður á Baltyk Koszalin.

Ásamt Íslandi og Póllandi í riðli eru einnig Írland og Belgía, en íslenska liðið mætir Belgum laugardaginn 22. mars og Írum þriðjudaginn 25. mars.

Það lið sem endar í efsta sæti riðilsins fer áfram í lokakeppnina sem haldin verður í Albaníu. Neðsta lið riðilsins fellur í B deild undankeppninnar fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2026.

 

Mótið á vef KSÍ