Tap gegn Úkraínu
U17 kvenna tapaði 1-2 gegn Úkraínu í síðasta leik sínum í seinni umferð undankeppni EM 2025.
Fanney Lísa Jóhannesdóttir skoraði mark Íslands með glæsilegu skoti í fyrri hálfleik. Úkraína jafnaði svo leikinn á 61. mínútu og tók forystuna á 87. mínútu.
Ísland endar því í fjórða, og neðsta, sæti riðilsins og verður því í B deild undankeppninnar fyrir fyrri umferði undankeppni EM 2026.