Fjögur Reykjavíkurlið í undanúrslitum
Í vikunni varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars karla. Þór gerði þá jafntefli við FH, sem þýddi að ÍR komst í undanúrslit og mætir þar Val.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Fylkir og KR, þannig að undanúrslitaliðin í A-deild karla í ár koma öll úr Reykjavík.