U17 kvenna mætir Spáni á þriðjudag
U17 kvenna mætir Spáni á þriðjudag í öðrum leik sínum í seinni umferð undankeppni EM 2025.
Leikurinn fer fram á Pinatar Arena á Spáni og hefst hann kl. 11:00 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá leiknum á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.
Ísland tapaði 2-3 gegn Belgíu í fyrsta leik sínum í riðlinum á meðan Spánn vann 2-1 sigur gegn Úkraínu.