Fræðsluviðburður í boði HR og KSÍ
Föstudaginn 14. mars kl.12.00-13.00 bjóða KSÍ og HR upp á fræðsluviðburð í fundarsal M208 í Háskólanum í Reykjavík.
Yfirskrift viðburðarins er; Líkamleg og hugræn geta 16 ára knattspyrnuiðkenda á öllu Íslandi: munur á milli getustigs, leikstöðu og fæðingardagsáhrifa.
Efni fundarins eru niðurstöður úr líkamlegum og hugrænum mælingum sem framkvæmdar voru á 826 íslenskum knattspyrnuiðkendum á eldra ári 3 flokks karla og kvenna, á árunum 2019 - 2021. Skoðuð voru tengsl við getustig, leikstöðu og fæðingardagsáhrif. Mælingarnar voru framkvæmdar af meistaranemum í íþróttafræði og sálfræði hjá HR í kostaðri stöðu hjá KSÍ. Vísindagrein byggð á rannsókninni var birt í desember og gefst því loks tækifæri á að ræða opinberlega niðurstöður hennar.
Vísindagreinin: Differences in Anthropometric Parameters, Physical Fitness, and Kicking Speed in Young Football Players According to Performance Level, Playing Position, and Relative Age Effect: A Population-Based Study
Dagskrá:
- Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir: Framkvæmd og niðurstöður líkamlegra mælinga. Munur á milli getustigs, leikstaða og fæðingardagsáhrif.
- Grímur Gunnarsson: Framkvæmd og niðurstöður hugrænna mælinga:
- Hafrún Kristjánsdóttir: Hvernig vinnum við áfram með gögnin?
Knattspyrnuþjálfarar með UEFA/KSÍ þjálfararéttindi geta nælt sér í 2 endurmenntunarstig með því að mæta á fyrirlesturinn. Viðburðurinn verður tekinn upp og hægt er að óska eftir að fá upptökuna senda í tölvupósti.
Frítt er á viðburðinn og skráning er hér, bæði fyrir þau sem mæta og þau sem vilja fá senda upptökuna