U17 kvenna - Tap gegn Belgíu
U17 lið kvenna tapaði 2-3 gegn Belgíu í fyrsta leik liðsins í seinni umferð undankeppni EM 2025 sem fram fór á Pinatar á Spáni.
Rebekka Sif Brynjarsdóttir kom Íslandi í 1-0 á 18. mínútu en Belgar jöfnuðu metin aðeins þremur mínútum síðar. Belgar bættu svo við sínu öðru marki á 37. mínútu og skoruðu það þriðja á 74. mínútu. Thelma Karen Pálmadóttir minnkaði muninn í 2-3 rétt fyrir leikslok eða á 89. mínútu.
Íslenska liðið mætir Spáni þriðjudaginn 11. mars klukkan 11:00 í öðrum leik sínum í riðlinum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans