• þri. 25. feb. 2025
  • Landslið
  • A kvenna

Tap í Le Mans

A landslið kvenna tapaði 2-3 gegn Frakklandi í Le Mans í Þjóðadeildinni.

Frakkland skoraði tvo fyrstu mörk leiksins með stuttu millibili á 23. og 28. mínútu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir minnkaði muninn með marki úr aukaspyrnu á 37. mínútu og staðan því 1-2 þegar fllautað var til hálfleiks.

Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri, Frakkar meira með boltann en þó lítið um opin færi. Sandy Baltimore skoraði þriða mark Frakklands þegar 25 mínútur voru eftir af leiknum. Ísland var ekki lengi að svara og skoraði Ingibjörg Sigurðardóttir eftir hornspyrnu þremur mínútum síðar. Leikurinn var spennandi eftir það en ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og naumt tap því staðreynd.

Næstu leikir Íslands eru tveir heimaleikir í apríl, gegn Noregi föstudaginn 4. apríl og gegn Sviss 8. apríl.