• mán. 24. feb. 2025
  • Dómaramál

Íslenskir dómarar í Þjóðadeild kvenna

Íslenskir dómarar koma til með að dæma leik Ísrael og Eistlands í C-deild Þjóðadeildar kvenna, þriðjudaginn 25. febrúar. Leikurinn fer fram á Gyirmóti Stadion í Ungverjalandi.

Það eru þau Bríet Bragadóttir og Jóhann Ingi Jónsson sem dæma í leiknum en Bríet er aðaldómari og Jóhann verður 4. dómari.

Leikurinn á vef UEFA