• mán. 24. feb. 2025
  • Landslið
  • A kvenna

Ísland mætir Frakklandi á þriðjudag

A landslið kvenna mætir Frakklandi á þriðjudag í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni.

Ísland gerði markalaust jafntefli við Sviss á föstudag á meðan Frakkar unnu 1-0 sigur á Noregi. Leikurinn á þriðjudag er leikinn í Le Mans í Frakklandi á Stade Marie-Marvingt. Hann hefst kl. 20:10 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Liðið æfði á mánudag á leikvellinum og eru allir leikmenn tilbúnir í leikinn. Ísland og Frakkland mættust síðast í lokaleik riðlakeppninnar á EM 2022 og lauk þeim leik með 1-1 jafntefli. Liðin hafa alls mæst tólf sinnum, Ísland hefur unnið einn leik, tveim hefur lokið með jafntefli og Frakkland hefur unnið níu.