Víkingur R. hefur lokið keppni í Sambandsdeildinni
Víkingur R. hefur lokið keppni í Sambandsdeildinni eftir tap gegn Panathinaikos.
Fyrri viðureign liðanna endaði með 2-1 sigri Víkinga og fóru þeir því með forskot inn í seinni viðureignina. Seinni leikur liðanna endaði með 2-0 sigri Panathinaikos, en Gríska liðið tryggði sér sigurinn og sæti í 16-liða úrslitum í uppbótartíma.
Víkingur R. endaði í 19. sæti deildarkeppninnar með 8 stig og komst því í umspil um 16-liða úrslit. Þetta er besti árangur íslenks liðs í Evrópukeppni liða.