• fös. 21. feb. 2025
  • Ársþing
  • Dómaramál

Þróttur R. fær hvatningarverðlaun í dómaramálum

Ýmsar árlegar viðurkenningar eru jafnan afhentar í aðdraganda ársþings KSÍ og á ársþinginu sjálfu eftir atvikum.  

Dómaraverðlaunum er skipt upp í tvo flokka: Fyrirmyndarfélag í dómaramálum og Hvatningarverðlaun í dómaramálum.

Hvatningarverðlaun í dómaramálum fyrir árið 2024 fær Þróttur R.

Dómarafélag Þróttar R. var formlega stofnað á haustmánuðum 2023 og með tilkomu þess hefur orðið bylting í dómaramálum hjá félaginu. Markmiðið með stofnun félagsins var að búa til formlegan vettvang fyrir þá þátttakendur, sjálfboðaliða og aðra, sem sinna dómgæslu fyrir Þrótt, auka sýnileika dómarastarfa, auka þekkingu, bæta skráningu og aðbúnað dómara, og fjölga í hópi þeirra með því að gera starfið sýnilegt og aðlaðandi. Stofnun félagsins og skipulegt utanumhald hefur skilað miklum árangri í auknum fjölda þeirra sem dæma, sem og aukið gæði þeirra.

Á mynd:  Þóroddur Hjaltalín frá KSÍ og Hallur Hallsson frá Þrótti.