• fös. 21. feb. 2025
  • Ársþing
  • Fræðsla

Stál-Úlfur er Grasrótarfélag ársins 2024

Grasrótarverðlaunum KSÍ er skipt upp í þrjá flokka: Grasrótarverkefni ársins, Grasrótarfélag ársins og Grasrótarpersóna ársins. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunum er þrískipt með þessum hætti.

Grasrótarfélag ársins 2024 er Stál-úlfur fyrir fjölþjóðlegt starf í eldri flokki karla.

Í umsögn um tilnefningu Stál-Úlfs segir meðal annars: Stál-Úlfur hefur verið þátttakandi í Íslandsmóti 40 ára og eldri síðan 2016 og hefur félagið verið með eindæmum sigursælt á þeim tíma. Hjá Stál-Úlfi spila m.a. fyrrverandi leikmenn úr efstu deild karla, leikmenn sem hafa byggt sér upp gott orðspor í þessari íþróttagrein hér á landi í gegnum árin. Samhliða íslenskum liðsfélögum sínum í Stál-Úlfi koma liðsmenn víðsvegar að úr heiminum t.a.m. frá Litáen, Serbíu, Portúgal, Póllandi, Venesúela og Kósovó og áfram væri hægt að telja. Fótbolti á að snúast um vináttu og gleði og það eru einkunnarorð Stál-Úlfs.

Efri mynd:  Algirdas Slapikas frá Stál-Úlfi og Dagur Sveinn Dagbjartsson frá KSÍ.

Neðri mynd:  Liðsmenn Stál-Úlfs.