Markalaust í Zürich
A landslið kvenna gerði markalaust jafntefli við Sviss í fyrsta leik sínum í Þjóðadeild UEFA í ár. Liðin mættust í Zürich í Sviss og er einmitt einnig saman í riðli í úrslitakeppni EM, sem fram fer þar í landi í sumar.
Nokkuð jafnræði var með liðunum allan leikinn og þau skiptust á að sækja, en íslenska liðið ógnaði engu að síður meira og átti mun fleiri marktilraunir en svissneska liðið. Segja má að varnarleikurinn hafi verið í aðalhlutverki hjá báðum liðum og vörn Íslands leit virkilega vel út.
Næsti leikur stelpnanna okkar í Þjóðadeildinni er á þriðjudag þegar þær mæta Frökkum í Le Mans í Frakklandi.