Fótbolti.net hlýtur jafnréttisviðurkenningu KSÍ
Jafnréttisviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2024 hlýtur Fótbolti.net fyrir umfjöllun um neðri deildir.
Vefsíðan Fótbolti.net hefur um langt árabil skipað sér í fremstu röð þegar kemur að umfjöllun um íslenska knattspyrnu. Þetta á ekki síður við umfjöllun um keppni í neðri deildum karla og kvenna og má með sanni segja að þar sé Fótbolti.net í sérflokki. Þessi umfjöllun hefur mikla þýðingu fyrir fjölmörg aðildarfélög KSÍ, leikmenn þeirra og þjálfara, forráðamenn og stuðningsmenn.
Á mynd: Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson frá Fótbolta.net.