U19 lið kvenna með sigur á Skotum
U19 lið kvenna vann 1-3 sigur á Skotum í vináttuleik sem fram fór á Broadwood Stadium í Cumbernauld, Skotlandi.
Hrefna Jónsdóttir kom Íslandi yfir strax á 9. mínútu en Skotar jöfnuðu metin aðeins átta mínútum síðar. Það voru svo Freyja Stefánsdóttir og Brynja Rán Knudsen sem skoruðu sitthvort markið á 26. og 60. mínútu og innsigluðu 1-3 sigur Íslenska liðsins.
Liðin mætast aftur sunnudaginn 23. febrúar klukkan 14:00 og verður sá leikur sýndur í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.