• fim. 20. feb. 2025
  • Ársþing
  • Fræðsla

Grasrótarpersóna KSÍ 2024 er Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson

Grasrótarverðlaunum KSÍ er skipt upp í þrjá flokka: Grasrótarverkefni ársins, Grasrótarfélag ársins og Grasrótarpersóna ársins. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunum er þrískipt með þessum hætti.

Grasrótarpersóna ársins 2024 er Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og hlýtur hann nafnbótina fyrir íþróttastarf á Kirkjubæjarklaustri.

Í umsögn um tilnefningu segir m.a.: Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps hefur sýnt af sér ómældan dugnað, ástríðu og útsjónarsemi þegar kemur að uppbyggingu á íþróttaaðstöðu og auknum möguleikum ungs fólks til íþróttaiðkunar á Kirkjubæjarklaustri, þ.m.t fótbolta.