A kvenna mætir Sviss á föstudag
A landslið kvenna mætir Sviss á föstudag í fyrsta leik sínum í Þjóðadeild UEFA.
Leikurinn fer fram á Stadion Letzigrund í Zürich og hefst hann kl. 18:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsending á RÚV. Íslenska liðið æfði á leikvellinum í dag og allir leikmenn heilir og tilbúnir í leikinn.
Í hinum leik riðilsins mætast Frakkland og Sviss í Toulouse í Frakklandi. Ísland mætir svo Frakklandi á þriðjudag í Le Mans í Frakklandi á meðan Noregur og Sviss mætast í Stafangri í Noregi.