U19 kvenna mætir Skotlandi
U19 lið kvenna mætir Skotlandi í vináttuleik fimmtudaginn 20. febrúar klukkan 12:00.
Leikurinn fer fram á Broadwood Stadium í Cumbernauld, Skotlandi. Liðin mætast svo aftur á sama velli sunnudaginn 23. febrúar klukkan 14:00.
Liðin hafa mæst fjórum sinnum í þessum aldursflokki þar sem Skotar hafa unnið tvisvar, Ísland einu sinni og ein viðureign endaði með jafntefli.
Báðir leikir verða sýndir í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.