Axel Kári ráðinn lögfræðingur hjá KSÍ
KSÍ hefur ráðið Axel Kára Vignisson í starf lögfræðings á skrifstofu KSÍ og hefur hann störf 1. mars.
Axel Kári lauk BA námi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2017 og Magister Juris frá sama skóla árið 2019. Þá öðlaðist hann málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2020 og hefur starfað sem lögmaður hjá Íslensku lögræðistofunni síðan þá, þar sem hann hefur öðlast víðtæka reynslu, m.a. af málflutningi.
Auk lögmannsstarfa á Axel Kári að baki leikmannsferil þar sem hann lék hátt í fjögur hundruð KSÍ-leiki í meistaraflokki – flesta með uppeldisfélagi sínu ÍR, en einnig með HK, Víkingi R., Keflavík og Létti, auk þess að hafa þjálfað yngri flokka og starfað sem vallarstarfsmaður hjá ÍR.
Axel Kári lagði leikmannsskóna á hilluna 2022 og tók að sér hlutverk formanns knattspyrnudeildar hjá ÍR þar sem hann öðlaðist reynslu af félagsstörfum innan og fyrir hönd síns félags.
KSÍ býður Axel Kára velkominn til starfa.