• mán. 17. feb. 2025
  • Ársþing

24% félaga hafa skilað kjörbréfum

Ársþing KSÍ fer fram þann 22. febrúar næstkomandi og verður að þessu sinni haldið á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík. Alls eiga 70 félög seturétt á þinginu, með samtals 150 þingfulltrúa.

Að morgni mánudags fyrir ársþing hafa 17 félög (24% félaga) skilað kjörbréfum, fyrir alls 40 þingfulltrúa. Af þessum 40 þingfulltrúum eru 11 konur, eða rétt um 28%.

Þessi félög hafa skilað kjörbréfum:

  • Afturelding
  • Álafoss
  • Álftanes
  • Fjölnir
  • Grótta
  • Huginn (Höttur/Huginn)
  • Höttur (FHL)
  • ÍA
  • ÍBV
  • KA
  • KFR
  • Kría
  • Sindri
  • Smári
  • Valur
  • Vængir Júpíters

Allt um ársþingið á vef KSÍ