• fös. 14. feb. 2025
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Víkingur R. hafði betur gegn Panathinaikos

Víkingur R. hafði betur gegn Panathinaikos þegar liðin mættust í Helsinki í Sambandsdeildinni.

Davíð Örn Atlason kom Víkingum yfir á 13. mínútu og var það Matthías Vilhjálmsson sem skoraði annað mark Víkinga. Panathinaikos minnkuðu muninn á 90. mínútu eftir mark úr vítaspyrnu og lokatölur því 2-1 fyrir Víking R.

Seinni viðureign liðanna fer fram í Grikklandi fimmtudaginn 20. febrúar. Með sigri í einvíginu getur Víkingur R. tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar UEFA.